Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008
Jólabjórnum gerð góð skil
10.12.2008 | 22:39
Síðustu helgi var haldinn fundur hjá Val með leyni-jólabjórsþema. Fundurinn var merkilegur fyrir þær sakir að innvígður var nýr meðlimur í Gils, Eiríkur Kristinsson. Tók hann þátt í blindtestinu, að þekkja í sundur Tuborg og Carlsberg, ekki gekk betur en svo að Carlsberginn var sagður Tuborg og Tuborg sagður Harboe! En þá sannast hið fornkveðna að bjór í flösku er allt annar og betri en bjór úr þýsk/danskri "bordershopáldós", en Tuborginn var í dós og Carlsberginn í hinni klassísku glerflösku. Bjóðum við Eirík að sjálfsögðu velkomin í félagsskapinn þrátt fyrir slakt gengi í blindtestinu.
Niðurstöður fundarins er að finna í skjalinu hér að neðan, en það var bjór sem undirritaður kom með sem hlaut hæstu einkunn, hann heitir Julius. Helstu kostir hans eru eftirfarandi:
Þetta er bjór sem er frekar léttur miðað við jólabjór en samt með einkenni góðs jólabjórs
Hönnun flösku og miða: klassík en samt hátíðleg.
Nafn bjórsins: ber sama nafn og einn virtasti meðlimur Gils, Júlíus
Verðið: ekki nema litlar 11 kr 50cl (samanborið við 25 kr sem flestir jólabjórar kosta)
Myndir frá fundinum er hægt að nálgast í myndasafninu og uppfærð hópmynd af klúbbmeðlimum hefur verið sett inn.
Þó jólabjórnum hafi verið gerð góð skil og flestir meðlimir þurrkað út daginn eftir á dagatalinu enda meðalprósentan 7,5% þá styttist í næsta fund sem verður haldinn 20.des einhversstaðar nær miðbænum.
Kveðja Addi
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 23:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)