Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008
Bjór nei jólabjór
26.11.2008 | 20:02
Sælir meðlimir,
ég mundi gjarnan vilja mæla mér á móts við ykkur sem allra fyrst, en þó get ég ekki boðist til að halda fund í mínu (ef mitt má kalla) heimahúsi um þessa helgi vegna fjölskylduaðstæðna. Ef enginn býður sig fram mun ég persnónulega ræða við yfirmann minn og leggja inn beðni fyrir mótshaldi aðra helgi. Vona það besta
Kveðja Valur
Lífstíll | Breytt 29.11.2008 kl. 18:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Umsókn hefur borist
26.11.2008 | 08:46
Sælir bræður
Borist hefur umsókn um inngöngu í bjórklúbbinn frá Eiríki Kristinssyni, sýnist mér á öllu að ekki sé hægt að líta framhjá hæfileikum þessa manns við val á nýjum meðlim. Hefur undirritaður og fleiri félagsmenn átt tal við hann varðandi hugsanlega aðild og reynist hann hinn ákjósanlegasti kostur. Hann fær mitt atkvæði. Bið ég félagsmenn að skrá sitt atkvæði ásamt nafni hér í athugsemd við þessa færslu. Ef hratt er unnið, gætum við kannski vígt hann inn á næsta fundi, hver veit?
Umsóknina, sem skráð er í gestabók Gils hér efst á síðunni, má lesa hér að neðan.
Umsókn um inngöngu.
Kæru há æruverðugu klúbb félagar Ég sæki hér með um að gerast félagi í ykkar stórmerkilega klúbbi GILS. Ég tel mig hafa nokkra kosti sem geta orðið bæði til gagns og gamans í starfi félagsskaparins en engan þó sem nær ykkar kostum nema í mesta lagi til hálfs. Þessir kostir eru eftir farandi: Get glamrað á gítar, Þykir bjór mjög góður, get eldað góðan mat, man yfirleitt ekki neitt daginn eftir öldrykkju og get því ekki kjaftað frá mikilvægum fundarefnum, hef nokkra tæknilega þekkingu á ölgerð. Með kveðju og von um jákvæð viðbrögð Eiríkur Kristinsson
Kveðja
Addi
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Øl inden for de næste par dage?
26.11.2008 | 00:31
Tja þú hefur mikið til þíns máls Addi minn, og veglega er að verki staðið með síðuna (hrós,hrós). Ég sé samt ekki alveg út úr augum núna þessa daganna: er að drukkna í eigin vilja, sem vill klára þetta BA prójekt fyrir þann 15. des. Og þó, eitt kveld i goðra vena ópi?!! En það verður þá að vera nú um helgina.
Jólabjór... lýst vel á það. En ég get samt ekki haldið mótið: litli snúðurinn er vaknandi upp í tíma og ótíma, sem myndi þýða að ég væri gott sem fjarverandi.
Nýja liðið verðum við að hrinda í gírinn. Það er illt ef þeir þorna alveg upp, og það svona strax, því þeir eru ekki orðnir forhertir í hettunni.
kveðja, Bjórgir
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tæknitröllið reynir sig á flóknu blokkinu...eða var það "blogg"?
26.11.2008 | 00:21
Það er heitasta helvíti að spreyta sig á tækninni og það verður ekkert auðveldara með aldrinum (ég er rétt rúmlega níræður...lít bara svo vel út...þeas miðað við aldur!). Svo þetta verður frumrit mitt á síðuna. Annars er það skondið að kalla eitthvað digitalt "frumrit", jæja hvað um það. Ég ætla bara að segja lítið eitt um fest sem átti sér stað nú á liðnum haustdögum, í heimahaga Carlsberg verksmiðjunnar í Fredriksbergstúni. Þetta voru svokallaðir Danske ølentusiaster á ferðinni með opinbera hátíð sem í raun bar þann lítilláta titil evrópubúans: European Bearfestival 2008. Hátíðin fór fram dagana 12-14 september.
Þó veislan væri opin, var hún um leið lokuð (í heiminum er ekkert frítt). Inná svæðið mátti reiða litlar 150 krónur úr vasa, og fékk maður um leið afhent merkt og smámunalega lítið glas: smakkglasið góða. Eftir innganginn tók við "spilapeninga-básinn" sem hafði á boðstólnum vasa undir góðglasið (þessa fingurbjörg sem þú fékkst við innkaupin á svæðið). Vasinn var sniðugur því í honum var band sem saumað var í vasann á tveimur stöðum og þess vegna mátti og gat maður hengt tuttluna um hálsinn. Og enn sniðugra: glasið passaði í vasann: "like a glove"! Þó var vasinn ekki í aðalhlutverki á þessum bás, því þar fór peningaverslun fram: Peningar fyrir peninga, eða eins og maður kallar það: gjaldeyrisviðskipti. 110 kall fyrir búnt af 11 BJÓRPENINGUM (da. ølpenge / bajerkugler).Og þessir voru ekki eins og matador peningar. Þeir voru nefninlega einhvers virði.
Nú voru menn gjaldgengir og þeim því allir vegir færir. Bjór hér, bjór þar, já bjór allsstaðar. Það rann fljótlega upp fyrir manni ljós, ástæða var fyrir smæð glassins; hér voru greinilega menn með reynslu á ferðinni. Smakkið, sem var uppfylling annaðhvort uppá 5 eða 10 cl, var alveg temmilegt akkúrat hvað magnið varðar, því ellegar hefði veislugestum og áhugasömum verið rúllað út klukkustundinni eftir opnum. En það var einmitt ekki reyndin og stóð veislan stóð lengi frameftir. Svo að menn gætu bragðað eitthvað annað og þéttara en vökva, var ýmislegt matarkyns í boði, þó allt það boðlega var sniðið að og samboðið bjórnum. Þetta var jú ölfest, krýning mjaðarins, gourmet fyrir áhugasama um mjöð-í-hálsinn-minn-inn fólk. Því var það með matinn að hann var sniðinn að ölinu, en ekki eins og í matarveislu þar sem fólk fær bjór til að skola kverkarnar á milli bita. Hér afturámóti, naslaði maður til að hreinsa laukanna fyrir næsta rétt: já meiri bjór.
Tegundirnar voru margar og misjafnar. Ekki var þó allt danskur öl, því þarna var að finna Hollendinga, Svisslendinga, Þjóðverja, Ný-Sjálendinga (með lífræntræktað kvikindi) og fleiri og fleiri þjóðir með repræsentant. Nörrebro bryghus var með línuna sína og líka komandi jólamjöðinn, GB með 4 tegundir, jótarnir héðan og þaðan og ofan og neðan. Og þar sem ekki var verið að dæma undir viðkenndum stöðlum menningarfélagsins Gils, þá var einfaldlega hoppað á það sem hendi var næst og það prófað. Nöfn og merkingar voru því ekkert að flækjast fyrir okkur. Fyrir mitt leiti er eftirminnilegasti bjórinn hinn sterkasti. Það var kolsvartur skratti með prósentu uppá 21!! Það merkilega við gómfyllina af þessu svartnætti var (já svartnætti, því ég tel að ekki einu sinni geislasverð hefði getað lýst í gegnum hann þennan) að hann var alls ekkert svartnætti!? Langt því frá lék hann á mann, lék sér að manni og kitlaði svo góminn í góðri birtu (svona um kl.17 leytið). Já þá var nú gaman að vera til...
Eitt vakti undrun okkar þarna í hátíðarsalnum niðurbásaða. Undrunina vöktu tvö mótorhjól frá einhverjum framleiðandanum. Við vitum ekki enn hvað þau áttu sammerkt með bjórnum og teljum við þetta vera hina allra mestu ráðgátu: sanna mystík.
Við kumpánarnir vorum í góðu yfirlæti, sem og aðrir hátíðargestir og allir urðu einhvern veginn opnari og vinsamlegri er leið á kveldið. Pálmi Freyr Randversson, fyrrum gilsari í Danaveldi, en núverandi á Íslandi, tókum herlegheitin út saman (þó bjórinn hafi runnið ofaní sitthvort kokið). Hann stúderaði eitt sinn í Horsens (eitthvað sem alltaf er hægt að stríða honum á) og kom því ölfabrikka frá Þeim "hámenningarstað" mikið á óvart. Og þegar á öllu var á botninn hvolft (bókstaflega), en klukkan bara ennþá skynsemdin ein, var haldið heim á leið í síld, rúgbrauð og ...einn öl til. Endnu et pragtfuldt aften med øl!
Kveðja, Bjórgir
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hvað með Nóvember fund??
25.11.2008 | 12:26
Sælir bræður
Hefur einhver áhuga á fundi í Nóvember? Það hljómar einhvernvegin ekki nógu vel að það séu yfir 20 dagar í næsta fund. Það er spurning hvort einhver vilji taka að sér að halda fund t.d. næstu helgi. Við vitum að ekki komast alltaf allir, Ömmi kemst t.d. ekki á jólfundinn, en það er svosem ekkert nýtt hann komst heldur ekki á síðasta fund
Það er spurning um að heiðra komu jólabjórsins og hafa hann sem þema, en það er í höndum fundarhaldara að ákveða.
Endilega opinberið ykkar skoðun hér að neðan með því að skrá athugasemd við færsluna.
Með øl kveðju
Addi
Ps. ekkert hefur enn heyrst í nýja meðlimnum, eða hvað?
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bryggeri Skovlyst, Jule Bryg
18.11.2008 | 10:14
Sælir bræður
Ég rakst á góðan kunningja í Føtex um daginn, ølið góða frá Skovlyst i Hareskoven í jólabúningi. Ég var reyndar búinn að versla þegar við hittumst en ég sagði honum ekki að örvænta þar sem ég kæmi öruggleg til með að kaupa hann nú á næstu dögum og mæli ég með að aðrir meðlimir Gils geri hið sama, minnir að flaskan sé á 25 kr.
Með øl kveðju
Addi
ps. einhver hvíslaði því að mér að nýr meðlimur væri að banka á dyrnar hjá Gils og ætlaði sá að skrifa umsókn sýna hér í gestabókina á síðunni góðu, við bíðum auðvitað spenntir eftir því!
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)