Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

GILS á netinu

Sælir bræður

Birgir átti þá frábæru hugmynd á síðasta fundi að búa til heimasíðu fyrir bjórklúbbinn Gils og varð úr að undirskrØlifaður var fenginn til þess.  Síðan er hugsuð sem miðpunktur þar sem núverandi meðlimir og jafnvel þeir sem hafa fengið starfslokasamning, geta deilt sýnum vangaveltum um mjöðinn góða ásamt því að hér verða birtar niðurstöður funda og myndum deilt.

Birgir tók að sér á síðasta fundi að halda utanum skráningu funda og fundarboða, er þá tilvalið að það verði gert framvegis hér á vefnum og geta meðlimir þá skrifað í comment við þær færslur t.d. hvaða tegund bjórs þeir koma með á næsta fund.

Hvet ég alla meðlimi að setja inn myndir frá liðnum fundum eða frá annarri rannsóknavinnu :) eins að skrá færslur af góðri eða slæmri reynslu td. af neyslu bjórs og vera virkir að commenta.

 VERKEFNI:

  • Biggi skrá niðurstöður síðasta fundar
  • Addi senda webmaster hópmynd af gilsurum
  • Einhver (kannski Haukur) það vantar meiri upplýsingar um klúbbinn t.d. stofnendur og fæðingardag.

Minni ég gilsara á að vera háttprúða og virða skoðanir annarra meðlima og halda allri umræðu á málefnalegum nótum :)

Með øl kveðju

Cool Addi webmaster a.k.a. Addi ákalegi


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband