Umsókn hefur borist
26.11.2008 | 08:46
Sælir bræður
Borist hefur umsókn um inngöngu í bjórklúbbinn frá Eiríki Kristinssyni, sýnist mér á öllu að ekki sé hægt að líta framhjá hæfileikum þessa manns við val á nýjum meðlim. Hefur undirritaður og fleiri félagsmenn átt tal við hann varðandi hugsanlega aðild og reynist hann hinn ákjósanlegasti kostur. Hann fær mitt atkvæði. Bið ég félagsmenn að skrá sitt atkvæði ásamt nafni hér í athugsemd við þessa færslu. Ef hratt er unnið, gætum við kannski vígt hann inn á næsta fundi, hver veit?
Umsóknina, sem skráð er í gestabók Gils hér efst á síðunni, má lesa hér að neðan.
Umsókn um inngöngu.
Kæru há æruverðugu klúbb félagar Ég sæki hér með um að gerast félagi í ykkar stórmerkilega klúbbi GILS. Ég tel mig hafa nokkra kosti sem geta orðið bæði til gagns og gamans í starfi félagsskaparins en engan þó sem nær ykkar kostum nema í mesta lagi til hálfs. Þessir kostir eru eftir farandi: Get glamrað á gítar, Þykir bjór mjög góður, get eldað góðan mat, man yfirleitt ekki neitt daginn eftir öldrykkju og get því ekki kjaftað frá mikilvægum fundarefnum, hef nokkra tæknilega þekkingu á ölgerð. Með kveðju og von um jákvæð viðbrögð Eiríkur Kristinsson
Kveðja
Addi
Athugasemdir
Hann fær mitt atkvæði - Addi
Addi (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 08:48
Sælir bræður.
Frá mínum bæjardyrum séð verð ég að segja að maðurinn er að ég tel hinn ákjósanlegasti meðlimur. Jú athugum að hann hefur þá góðu kosti að spila á gítar og geta eldað mat (sem við gætum nýtt okkur). En framar öllu verð ég sammt að telja þann ótrúlega hæfileika að muna ekkert eftir bjórsumbl hanns aðal kost. Ég gef því þessum góða manni mitt atkvæði sem gildum lim í bjórklúbbinn Gills.
Kv. AK.
Addmundur (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 14:45
Mér líst alveg hreint ljómandi vel á hann Eika sem lim í þessum göfuga klúbbi sem við erum í. Já og mikið rétt þá er það mikill kostur að hann getur spilað á strengi og já eldað sem við skulum nýta okkur. T.d. sem innvígslu í klúbbinn gæti hann þurft að elda ofan í okkur steikur og með því. Hann fær mitt atkvæði.
Júlli (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 19:11
Þetta er alveg fyrirmyndar maður hann Eiríkur og tel ég, eins og fleiri, það vera góðan kost að hann getur mundað fyrir sig á yfirráðasvæði kvenkynsins. Þetta ættum við án allrar athugarsemdar og íhugun nýta okkur til fulls. Fyrir hönd sjálfs míns fær hann mitt atkvæði.
Valur (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 19:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.