Bryggeri Skovlyst, Jule Bryg
18.11.2008 | 10:14
Sælir bræður
Ég rakst á góðan kunningja í Føtex um daginn, ølið góða frá Skovlyst i Hareskoven í jólabúningi. Ég var reyndar búinn að versla þegar við hittumst en ég sagði honum ekki að örvænta þar sem ég kæmi öruggleg til með að kaupa hann nú á næstu dögum og mæli ég með að aðrir meðlimir Gils geri hið sama, minnir að flaskan sé á 25 kr.
Með øl kveðju
Addi
ps. einhver hvíslaði því að mér að nýr meðlimur væri að banka á dyrnar hjá Gils og ætlaði sá að skrifa umsókn sýna hér í gestabókina á síðunni góðu, við bíðum auðvitað spenntir eftir því!
Athugasemdir
Sælir bræður. Fékk mér svona bjór um daginn og trúið mér hann er MJÖG góður. Fannst fyrstu tveir soparnir svolítið sterkir en eftir það varð þessi eðal mjöður betri og betri.
Kv. AK.
Addnundur (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 14:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.