GILS á netinu
1.10.2008 | 10:01
Sælir bræður
Birgir átti þá frábæru hugmynd á síðasta fundi að búa til heimasíðu fyrir bjórklúbbinn Gils og varð úr að undirskrifaður var fenginn til þess. Síðan er hugsuð sem miðpunktur þar sem núverandi meðlimir og jafnvel þeir sem hafa fengið starfslokasamning, geta deilt sýnum vangaveltum um mjöðinn góða ásamt því að hér verða birtar niðurstöður funda og myndum deilt.
Birgir tók að sér á síðasta fundi að halda utanum skráningu funda og fundarboða, er þá tilvalið að það verði gert framvegis hér á vefnum og geta meðlimir þá skrifað í comment við þær færslur t.d. hvaða tegund bjórs þeir koma með á næsta fund.
Hvet ég alla meðlimi að setja inn myndir frá liðnum fundum eða frá annarri rannsóknavinnu :) eins að skrá færslur af góðri eða slæmri reynslu td. af neyslu bjórs og vera virkir að commenta.
VERKEFNI:
- Biggi skrá niðurstöður síðasta fundar
- Addi senda webmaster hópmynd af gilsurum
- Einhver (kannski Haukur) það vantar meiri upplýsingar um klúbbinn t.d. stofnendur og fæðingardag.
Minni ég gilsara á að vera háttprúða og virða skoðanir annarra meðlima og halda allri umræðu á málefnalegum nótum :)
Með øl kveðju
Addi webmaster a.k.a. Addi ákalegi
Athugasemdir
Frábært framtak. Ég skal reyna að grafa upp einhverjar myndir til að bæta í safnið og kannski einhverjar grunn upplýsingar í leiðinni. :)
Kv
Haukur heimfari
Ölvís (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 12:57
Glæsilegt, lýst vel á það. Það er undir upplýsingar um höfund sem við setjum söguna. Láttu svo endilega eftirlaunagilsara fá aðgangsorðið svo þeir geti kíkt inn og commentað, eins væri gaman að sjá myndir frá eldri klúbbum.
kv addi áka
ps. það er spurning hvort við eigum að sleppa þessu aðgangsorði, hvað finnst mönnum um það?
Addi ákalegi (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 18:58
hvernig væri ad flytja fundinn um eina viku, thann 14 nov?.
Hvad segir hýsillinn um thad???
Kvedja
valur
valur (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 18:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.